08.05.2014 - 13:56

Gleilegt sumar

Komi a Horni
Komi a Horni
« 1 af 7 »

Melrakkasetrið óskar öllum velunnurum sínum gleðilegs sumar og þakkar fyrir veturinn.

 

Opnunartími Melrakkasetursins hefur nú verið lengdur. Í maí verður opið hjá okkur frá kl. 10:00 til 17:00 alla daga vikunnar. Boðið er upp á súpu og brauð í hádeginu og með kaffinu heimabakaðar kökur og vöfflur.

 

Í vetur hafa starfsmenn Melrakkasetursins sinnt ýmsum verkefnum auk hefðbundinna starfa í setrinu sjálfu. Meðal þeirra verkefna eru magakrufningar og skipulagning kvikmynda- og ljósmyndaferða til Hornvíkur.

 

Hornvíkurferðir

Tvær rannsókna-, kvikmynda- og ljósmyndaferðir voru farnar að Horni í Hornvík í mars.

Sú fyrri var með starfsmönnum frá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Ljósopi, sem vinna að gerð kvikmyndar um heimskautarefinn. Á heimasíðu Ljósops kemur fram að hugmyndin sé að framleiða ljóðræna og sanna kvikmynd um lífsferil heimskautarefsins. Myndin verði saga um kraftaverk, líf refafjölskyldu og örlög hennar í harðbýlu landi.

Í seinni ferðinni var ástralskur ljósmyndari Joshua Holko og kvikmyndatökumenn frá BBC Nature sem vinna að heimildarmynd um refinn og eru væntanlegir aftur til Hornvíkur í byrjun sumars.

Sáu starfsmenn Melrakkasetursins um allan undirbúning fyrir ferðirnar og Ester Rut sá um leiðsögn í báðum ferðunum auk þess að stunda þar rannsóknir. Er þetta í fyrsta skipti sem starfsmaður Melrakkasetursins kemst norður í Hornvík til að fylgjast með atferli og háttum melrakkans á þessum tíma árs. Fengu ferðalangarnir öll þau veðrabrigði sem Ísland hefur upp á að bjóða á þessum árstíma.

 

Rannsóknir

Síðasta árið hafa starfsmenn Melrakkasetursins unnið að rannsókninni; Hvað eru refirnir að éta? – fæða íslenska melrakkans að vetrarlagi. Fram til þessa hefur aðallega verið unnið að því að safna mögum til krufningar. Nú í apríl var hafist handa við krufningarnar og er strax ljóst að í mögum melrakkans kennir ýmissa grasa. Í haust, eftir að 100 magar hafa verið krufðir, er vonast til að hægt verði að birta niðurstöðu rannsóknarinnar.

 

Unnið hefur veið að undirbúningi tveggja rannsókn er unnið verður að í sumar.

Þetta eru rannsóknir um

  •      Mat á þéttleika óðala og vöktun í friðlandinu á Hornströndum
  •      Þróun og uppbygging sjálfbærrar náttúrulífstengdrar ferðaþjónustu

 

Undirbúningur fyrir komandi sumarvertíð er nú í fullum gangi. Ferðamannafjöldinn sem heimsækir Melrakkasetrið dag hvern er nú þegar farinn að aukast og lofa fyrstu dagar maí mánaðar góðu fyrir komandi sumar.

06.05.2014 - 10:23

Opi ljabk

Opin ljóðabók

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 11. maí 2014

Tími: 17:00

Staður: Edinborgarhúsið/Melrakkasetur Íslands

Verð: Aðgangur ókeypis

 

Menningarmiðstöðin Edinborg í samstarfi við Melrakkasetur fer af stað með nýjan viðburð núna í maí sem ber yfirskriftina Opin ljóðabók. Hefur Menningamiðstöðin fengið til liðs við sig Eirík Örn Norðdahl, Margréti Lilju Vilmundardóttur, og Steinunni Ýr Einarsdóttur við skipulagningu dagskráinnar sem fer fram sunnudaginn 11. maí í Edinborgarhúsinu og í Melrakkasetri.

Dagskrá Opinnar ljóðabókur mun hefjast í Edinborgarhúsinu síðan færast yfir í Melrakkasetur í Súðavík en dagskráin í ár er tileinkuð Gerði Kristný sem nýverið gaf út glæsilegt Ljóðasafn.

17:00-18:00
Opnunarræða Steinunn Ýr Einarsdóttir
Erindi Gerður Kristný
Lokaorð Margrét Lilja Vilmundardóttir

18:30
Rútuferð frá Edinborgarhúsinu yfir í Melrakkasetur í Súðavík. Skráning í rútuferð til 16:00 á föstudag í s. 852-5422 eða edinborg@edinborg.is

19:00
Dagskrá hefst í Melrakkasetrinu í Súðavík þar sem gestum gefst kostur á að kaupa sér ljúfengan kvöldverð, nokkur skúffuskáld munu lesa upp, Gerður Kristný les sitt uppáhalds ljóð, tónlist og notaleg kvöldstund.


Styrkt af
Menningarráð Vestfjarða
Ísafjarðarbær
Súðavíkurhreppur

Vefumsjn