15.04.2014 - 15:27

Páskar á Melrakkasetrinu


Um páskana verður opið á Melrakkasetrinu eins og hér segir:

 

Skírdagur                             Sýningin og kaffihúsið opið frá 13:00 – 17:00        

                                            Kl. 13:00 – 15:00 Páskaeggjaleikur Melrakkasetursins

 

                                            Opið 20:00 – 24:00   

                                            Kl. 21:00  Harmonikkutónleikar með Baldri Geirmunds., Magnúsi Reyni og Villa Valla.

 

Föstudagurinn langi             Lokað

 

Laugardagur 19. apríl         Sýningin og kaffihúsið opið frá 13:00 – 17:00

 

Páskadagur                          Sýningin og kaffihúsið opið frá 13:00 – 17:00        

 

Annar í páskum                   Sýningin og kaffihúsið opið frá 13:00 – 17:00


Í kaffihúsinu verður boðið upp á heimabakaðar kökur og nýbakaðar vöfflur með rabarbarasultu og rjóma ásamt heitu kakói með rjóma, rjúkandi kaffi og ilmandi tei.
06.03.2014 - 11:24

Forstöđukonu Melrakkasetursins bođin sendiherrastađa.


Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur og forstöðukona Melrakkaseturs Íslands í Súðavík, hefur verið valin í fimmtíu manna hóp sendiherra umhverfisverndarsamtakanna 1% For the Planet. „Já, ég er alveg hissa en jafnframt stolt fyrir hönd Melrakkasetursins og allra þeirra sem við vinnum með. Það er ekki búið að leggja okkur línurnar og við bara bíðum eftir fyrirmælum um næstu skref. Þetta mun klárlega vekja athygli á verkefninu okkar, refunum og Vestfjörðum,“ segir Ester Rut. 

Það var árið 2001 sem bandarísku félagarnir Yvon Chouinard, stofnandi og eigandi útivistarvöruframleiðandans Patagonia, og Craig Matthews eigandi fluguveiðiverslunarinnar Blue Ribbon Flies stofnuðu samtök sem þeir kölluð 1% For the Planet. Samtökin eru samstarfsvettvangur fyrirtækja sem lofa að ánafna minnst einu prósenti af ársveltu til raunverulegra umhverfisverkefna. Síðan félagsskapurinn var stofnaður hafa meira en 100 milljónir bandaríkjadala runnið frá þeim til umhverfismála. 

Ísfirska ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures og Melrakkasetrið voru fyrst fyrirtækja á Íslandi til að gerast meðlimir í samtökunum, en það var árið 2010. Bæði þessi fyrirtæki höfðu stutt grasrótarsamtök sem börðust fyrir umhverfisvernd og þeir deildu þeirri skoðun að heilbrigð náttúra væri nauðsynleg fyrir framtíð mannkyns og framtíð fyrirtækja þeirra. „Melrakkasetrið hefur verið í miklu og góðu samstarfi við Borea Adventures, sem aðstoða okkur viðrannsóknir sem við framkvæmum í friðlandinu á Hornströndum og í framtíðinni munum við leita eftir enn frekara samtarfi bæði innan og utan Íslands,“ segir á vefsíðu Melrakkasetursins. 


Frétt af bb.is
Vefumsjón