06.05.2014 - 10:23

Opi ljabk

Opin ljóðabók

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 11. maí 2014

Tími: 17:00

Staður: Edinborgarhúsið/Melrakkasetur Íslands

Verð: Aðgangur ókeypis

 

Menningarmiðstöðin Edinborg í samstarfi við Melrakkasetur fer af stað með nýjan viðburð núna í maí sem ber yfirskriftina Opin ljóðabók. Hefur Menningamiðstöðin fengið til liðs við sig Eirík Örn Norðdahl, Margréti Lilju Vilmundardóttur, og Steinunni Ýr Einarsdóttur við skipulagningu dagskráinnar sem fer fram sunnudaginn 11. maí í Edinborgarhúsinu og í Melrakkasetri.

Dagskrá Opinnar ljóðabókur mun hefjast í Edinborgarhúsinu síðan færast yfir í Melrakkasetur í Súðavík en dagskráin í ár er tileinkuð Gerði Kristný sem nýverið gaf út glæsilegt Ljóðasafn.

17:00-18:00
Opnunarræða Steinunn Ýr Einarsdóttir
Erindi Gerður Kristný
Lokaorð Margrét Lilja Vilmundardóttir

18:30
Rútuferð frá Edinborgarhúsinu yfir í Melrakkasetur í Súðavík. Skráning í rútuferð til 16:00 á föstudag í s. 852-5422 eða edinborg@edinborg.is

19:00
Dagskrá hefst í Melrakkasetrinu í Súðavík þar sem gestum gefst kostur á að kaupa sér ljúfengan kvöldverð, nokkur skúffuskáld munu lesa upp, Gerður Kristný les sitt uppáhalds ljóð, tónlist og notaleg kvöldstund.


Styrkt af
Menningarráð Vestfjarða
Ísafjarðarbær
Súðavíkurhreppur

15.04.2014 - 15:27

Pskar Melrakkasetrinu


Um páskana verður opið á Melrakkasetrinu eins og hér segir:

 

Skírdagur                             Sýningin og kaffihúsið opið frá 13:00 – 17:00        

                                            Kl. 13:00 – 15:00 Páskaeggjaleikur Melrakkasetursins

 

                                            Opið 20:00 – 24:00   

                                            Kl. 21:00  Harmonikkutónleikar með Baldri Geirmunds., Magnúsi Reyni og Villa Valla.

 

Föstudagurinn langi             Lokað

 

Laugardagur 19. apríl         Sýningin og kaffihúsið opið frá 13:00 – 17:00

 

Páskadagur                          Sýningin og kaffihúsið opið frá 13:00 – 17:00        

 

Annar í páskum                   Sýningin og kaffihúsið opið frá 13:00 – 17:00


Í kaffihúsinu verður boðið upp á heimabakaðar kökur og nýbakaðar vöfflur með rabarbarasultu og rjóma ásamt heitu kakói með rjóma, rjúkandi kaffi og ilmandi tei.
Vefumsjn