15.05.2014 - 14:42

Ester Rut flutti erindi į Hrafnažingi


Fyrir stuttu hélt Ester Rut Unnsteinsdóttir erindi á Hrafnaþingi sem hún nefndi „Merkilegir melrakkar.“  Þar fjallar hún um málefni melrakkans frá ýmsum hliðum, m.a. útbreiðslu hans og viðgang, veiðar og veiðiaðferðir, kostnað við refaveiðar og rannsóknir og mikilvægi rannsókna.

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og er að jafnaði annan hvern miðvikudag. Hrafnaþing hefur verið haldið allt frá árinu 2003, þar kynna starfsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur fyrir umræður um náttúrufræði.

Úrdráttur úr erindi Esterar.

Melrakkinn er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi og finnst hann um allt land. Tegundin er hánorræn og hefur aðlagast loftslagi og fæðuframboði norðurhjarans vel. Útbreiðslusvæðið hefur þó dregist verulega saman sl. öld og hafa tófur verið friðaðar á Norðurlöndunum í yfir 80 ár. Talið er að hlýnandi veðurfar á norðurslóðum séu megin ástæða fyrir vandræðum tegundarinnar. Á Íslandi hafa refaveiðar hafa verið stundaðar frá örófi alda, ýmist vegna feldarins sem var dýrmætur en einnig til að mæta tjóni á búfé af völdum refa. Gríðarlega miklum fjármunum hefur verið varið í veiðarnar en tjónið hefur aldrei verið metið og er því óþekkt. Rannsóknir í samstarfi við veiðimenn hófust á níunda áratug síðustu aldar og hafa vakið athygli út fyrir landsteinana. Stofnmatið sýnir að refum hefur fjölgað allt frá því mælingar hófust en refastofninn var í lágmarki upp úr 1970. Ástæða fjölgunarinnar er væntanlega betri afkoma og er hlýnandi veðurfar mikilvægur þáttur. Frá 1997 hefur þó fjölgunin orðið hraðari en áður og má leiða líkum að því að aukin hvatning til vetrarveiða og óhóflegt magn ætis sem lagt er út sem agn víða um landið skipti þar miklu. Takmarkandi þættir stofns á borð við tófuna eru einmitt fæða að vetrarlagi en hún skiptir höfuðmáli fyrir lífslíkur og frjósemi læðna. Vegna félagsgerðar tímgast aðeins hluti kynþroska dýra af báðum kynjum. Þar sem grenjavinnsla hefur verið stunduð hérlendis um langt skeið virðist sem yngri dýr nái að tímgast en gerist á svæðum þar sem ekki er stunduð grenjavinnsla. Með auknu veiðiálagi hefur ekki tekist að stemma stigu við stækkandi stofni og hefur átakið haft þveröfug áhrif.

Afar brýnt er að fylgjast áfram með stofnbreytingum og besta leiðin er sú að fá sýni úr úrtaki veiðimanna af öllu landinu. Á síðasta ári var sýnt fram á að refir við sjávarsíðuna á Íslandi eru talsvert mengaðir af kvikasilfri en refir inn til landsins eru nánast lausir við þessi eiturefni. Ekki er allt sem sýnist og hugsanlega er íslenski refastofninn ekki eins sterkur og heilbrigður og menn hafa hingað til haldið. Ísland hýsir stærsta hluta Evrópustofnsins og ber ábyrgð á viðgangi hans. Rannsóknir á íslenska melrakkanum eru mikilvægari en nokkurn tímann, ekki síst vegna áhrifa hlýnunar á tegundina á heimsvísu.

Hér er hægt að hlusta á upptökur af erindinu.

https://www.youtube.com/watch?v=O3ETEXq5oGA


08.05.2014 - 13:56

Glešilegt sumar

Komiš aš Horni
Komiš aš Horni
« 1 af 7 »

Melrakkasetrið óskar öllum velunnurum sínum gleðilegs sumar og þakkar fyrir veturinn.

 

Opnunartími Melrakkasetursins hefur nú verið lengdur. Í maí verður opið hjá okkur frá kl. 10:00 til 17:00 alla daga vikunnar. Boðið er upp á súpu og brauð í hádeginu og með kaffinu heimabakaðar kökur og vöfflur.

 

Í vetur hafa starfsmenn Melrakkasetursins sinnt ýmsum verkefnum auk hefðbundinna starfa í setrinu sjálfu. Meðal þeirra verkefna eru magakrufningar og skipulagning kvikmynda- og ljósmyndaferða til Hornvíkur.

 

Hornvíkurferðir

Tvær rannsókna-, kvikmynda- og ljósmyndaferðir voru farnar að Horni í Hornvík í mars.

Sú fyrri var með starfsmönnum frá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Ljósopi, sem vinna að gerð kvikmyndar um heimskautarefinn. Á heimasíðu Ljósops kemur fram að hugmyndin sé að framleiða ljóðræna og sanna kvikmynd um lífsferil heimskautarefsins. Myndin verði saga um kraftaverk, líf refafjölskyldu og örlög hennar í harðbýlu landi.

Í seinni ferðinni var ástralskur ljósmyndari Joshua Holko og kvikmyndatökumenn frá BBC Nature sem vinna að heimildarmynd um refinn og eru væntanlegir aftur til Hornvíkur í byrjun sumars.

Sáu starfsmenn Melrakkasetursins um allan undirbúning fyrir ferðirnar og Ester Rut sá um leiðsögn í báðum ferðunum auk þess að stunda þar rannsóknir. Er þetta í fyrsta skipti sem starfsmaður Melrakkasetursins kemst norður í Hornvík til að fylgjast með atferli og háttum melrakkans á þessum tíma árs. Fengu ferðalangarnir öll þau veðrabrigði sem Ísland hefur upp á að bjóða á þessum árstíma.

 

Rannsóknir

Síðasta árið hafa starfsmenn Melrakkasetursins unnið að rannsókninni; Hvað eru refirnir að éta? – fæða íslenska melrakkans að vetrarlagi. Fram til þessa hefur aðallega verið unnið að því að safna mögum til krufningar. Nú í apríl var hafist handa við krufningarnar og er strax ljóst að í mögum melrakkans kennir ýmissa grasa. Í haust, eftir að 100 magar hafa verið krufðir, er vonast til að hægt verði að birta niðurstöðu rannsóknarinnar.

 

Unnið hefur veið að undirbúningi tveggja rannsókn er unnið verður að í sumar.

Þetta eru rannsóknir um

  •      Mat á þéttleika óðala og vöktun í friðlandinu á Hornströndum
  •      Þróun og uppbygging sjálfbærrar náttúrulífstengdrar ferðaþjónustu

 

Undirbúningur fyrir komandi sumarvertíð er nú í fullum gangi. Ferðamannafjöldinn sem heimsækir Melrakkasetrið dag hvern er nú þegar farinn að aukast og lofa fyrstu dagar maí mánaðar góðu fyrir komandi sumar.

Vefumsjón